Smábáturinn sem strandaði er í eigu ferðaþjónustunnar Sumarbyggðar.
|
bb.is | 21.08.2008 | 16:31Bátur strandaði við Óshlíð
Þrír þýskir sjóstangveiðimenn sluppu ómeiddir er bátur þeirra strandaði við Óshlíð í dag. Smábáturinn er í eigu ferðaþjónustunnar Sumarbyggðar í Súðavík en að sögn mannanna þriggja voru þeir um 100 metra frá landi þegar aðskotahlutur lenti í skrúfu bátsins. Við það skemmdist skrúfan ásamt drifi bátsins og rak þá því að landi og strönduðu þeir við Óshlíð. Ferðamennirnir voru að vonum skelkaðir eftir óhappið en kipptu sér samt ekki upp við það að stilla sér upp fyrir ljósmyndara blaðsins og brosa. HEIMILD bb.Ísafirði.