Mikil læti urðu skipverjar plastbátsins Muggur KE 57 2771 illilega varir við er báturinn var í sinni 6. veiðiferð, báturinn er nýr. Þeir sigldu á rekaviðardrumb með þeim afleiðingum að stýrisbúnaður, skrúfa, öxull og festingar eru ónýt. Nýbúið var að skrúfa kengbogið stýrið aftan af bátnum er myndin hér var tekin, og greinileg skekkja var á öxulfestingum, öxlinum sjálfum og skrúfu.
Meðal annars hefur skrúfan náð að naga gat annarsvegar í skrúfuhólfinu. Báturinn komst þó af eigin vélarafli til lands, þar sem báturinn var hífaður upp og þjónustulið JE-Vélaverkstæðis á Siglufirði tók við honum. Fljótt á litið höfðu aðrar skemmdir en þær ofar töldu, ekki komið í ljós
--- Ofangreind frétt birtist á vefnum sksiglo.is en því er við að bæta að útgerðinn átti fyrir annan bát Mugg GK 70, sem nýbúið er að selja til Noregs og fer hann í skip á næstu dögum.