23.08.2008 08:15

Hollenska skútan orðin íslensk

Skútan
Skútan © mynd hornafjörður.is

Hollenska skútan farin úr höfninni

22.08.2008

Hollenska skútan sem legið hefur við bryggju í Hornafjarðarhöfn frá því í september í fyrra lét úr höfn sl. miðvikudag undir stjórn nýrra eigenda. Skútan kom frá Hollandi en þar höfðu einhverjir óprúttnir náungar stolið henni og fengið menn,sem ekki vissu um að neitt athugavert væri í gangi, til að sigla henni hingað til Hornafjarðar þar sem ,,eigendurnir ´´ ætluðu að vitja hennar. Upp komst um þjófnaðinn og var skútan kyrrsett hér og hefur hún síðan verið í góðri umsjá hafnarvarða Hornafjarðarhafnar. Nú hafa nokkrir íslenskir siglingakappar keypt skútuna af hollenska tryggingafélaginu sem orðinn var eigandi hennar og eftir að hafa yfirfarið skútuna var látið úr höfn og haldið til Þorlákshafnar.

Að sögn Ólafs Einarssonar hafnarvarðar hefur starfsmaður hollenska tryggingarfélagsins sem hingað kom vegna sölu á skútunni nóg að gera því þjófnaður á seglskútum þar í landi er mjög algengur. HEIMILD hornafjörður.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is