Bátur þessi hefur smíðanr. 29 hjá Trésmiðju Austurlands hf. á Fáskrúðsfirði og er frá árinu 1972. Nöfn þau sem hann hefur borið eru ekki mörg, en þau eru: Haffari RE 126, Hugborg SH 173 og Hugborg SH 87, en hann strandaði á Balatá við Keflavíkurbjarg milli Hellissands og Rifs 29. sept. 1994 og brotnaði það illa að ákveðið var að brenna hann á staðnum.
1282. Hugborg SH 87 © mynd Emil Páll 1989