30.08.2008 15:26

Guðrún VE á leið í pottinn

               243. Guðrún VE 122 © myndir Jón Páll Ásgeirsson 2004
Sendi ég Jóni Páli bestu þakkir fyrir skjóta afgreiðslu er ég bað hann að lána síðunni mynd af skipinu.

 

Eftirfarandi texti birtist á bloggsíðu Þorbjörns Víglundssonar í Vestmannaeyjum og endurbirti ég hann hér, en vonandi verður hann ekki ósáttur við það. Síðan fékk ég lánaða mynd frá Jóni Páli af bátnum.

  Pétursey ehf hefur selt Guðrúnu VE 122 til Noregs og er kaupandinn Norskt útgerðarfélag. Þeir munu nota Guðrúnu sem svo kallaðann "kvótahoppara" en þá munu þeir gera skipið út til skamms tíma til fiskveiða en nota það svo til einhvers kvótabrasks. Þá mun skipið liggja verkefnalaust í ákveðinn tíma en fara svo að lokum í pottinn. Guðrún Ve 122 er sögufrægt skip eða bátur, það fer eftir því hvernig menn skilgreina muninn. Guðrún Ve 122 var keypt til Eyja í kringum 1990 eða það minnir mig. Ég er ekki neinn sagnfræðingur þegar kemur að sögu skipa og báta. En Guðrún VE var áður með GK stafi og held ég að hún hafi verið gerð út frá Hafnarfirði en það voru einkennisstafir Gullbringu og Kjósarsýslu, GK. Á þessum bát var á sínum tíma fangaður einn frægasti háhyrningur seinni tíma hann Keikó eða Siggi eins og hann var kallaður sína fyrstu daga í umsjá Íslenskra manna. Það vita allir hvernig fór fyrir Keikó og er Guðrún á leið sinni til að mæta svipaðra örlaga. Þ.e.a.s. fara til Noregs og enda ævina þar. Simmi og félagar eru á leið sinni með bátinn yfir hafið til Noregs og vona ég að það gangi vel hjá þeim þrátt fyrir leiðinda veður. Ég var um skeið á Guðrúnu VE á netaveiðum með Simma og var það skemmtilegur tími þrátt fyrir arfaleiðinlegt veiðarfæri. En á þessum tíma var maður ungur og óreyndur og hafði ekki vit á öðru. Í dag hins vegar þá dáist ég af þeim sem nenna að draga þessar druslur allt árið og kroppa fisk-kvindin úr þeim.

Þessu til viðbótar þá hét báturinn fyrst Guðrún GK 37 og var frá Hafnarfirði, en var síðan seldur Sæhamri í Eyjum í des. 1988. Í ágúst 2003 var það á pappírum í eigu Gjögurs ehf. við sameiningu Sæhamars og Gjögurs, en í sameiningadrögunum var gert ráð fyrir að skipið yrði selt Pétursey ehf. í Vestmannaeyjum sem varð reyndin. Skipið hefur smíðanr. 17 hjá Brattvaag Skipsinnredning A/S í Brattvaag, Noregi 1964.


Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is