02.09.2008 19:44

Sendum kærar þakkir fyrir

Við síðuritarar viljum koma á framfæri þökkum okkar til þess fjölda sem að undanförnu hefur sent okkur myndir til birtingar hér á síðunni. Sérstaklega viljum við þakka þeim Tryggva Sigurðssyni, Árna Þór Baldurssyni, Jóni Páli Ásgeirssyni og Guðjóni H. Arngrímssyni o.fl. sem hafa verið sérstaklega duglegir að senda okkur myndir og því eigum við nú mikið magn af óbirtum myndum sem við munum allar birta. Vegna þessa erum við nú með myndir frá nánast öllum stöðum landsins, svo og bæði myndir af gömlum skipum, sem nýjum, togurum, flutningaskipum og nánast hvaða tegund að skipum sem hægt er að nefna. Þrátt fyrir þetta munum við áfram birta fréttir og nýjar myndir, enda bara gaman að hafa úr nægu að moða og geta sýnt sem mesta úrvalið. Með þessu gerum við góða síðu enn betri og fögnum því öllum þeim myndum sem við fáum, þar sem þess er gætt að höfundaréttur sé að fullu virtur. En það er eins með þetta og allt annað að við getum alltaf á okkur blómum bætt og því tökum við áfram við góðum myndum sem falla undir skilgreiningu okkar, þó hjá okkur sé alls enginn skortur á myndefni til birtingar.
           Með kærri kveðju.
                Síðuritarar.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3025
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 994446
Samtals gestir: 48567
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 13:46:41
www.mbl.is