03.09.2008 00:01

Vonin II

Á því herrans ári 1943 lauk Dráttarbraut Vestmannaeyja við smíði á 64ra tonna eikarbát sem fékk nafnið Vonin II VE 113. Bátur þessi átti sér síðan tæplega hálfrar aldar útgerðarsögu, sem lauk með því að hann var tlinn ónýtur í nóv. 1991 og bútaður niður í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og brendur síðan á áramótabrennu ofan við Innri-Njarðvík 31. des. 1992. Meðan báturinn var í útgerð hélt hann alltaf sama nafni Vonin II en skráningarnúmerið breyttist úr VE 113 í GK 113, síðan SH 199, SF 5, ST 6 og að lokum GK 136. Hér birtast myndir af bátnum þegar hann var alveg nýr og síðan undir lokin, eða nokkrum mánuðum áður en hann var talinn ónýtur.

                      Vonin II VE 113 © mynd úr safni Tryggva Sigurðssonar

                               910. Vonin II ST 6 © mynd Emil Páll 1990

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2867
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 7749
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 2255903
Samtals gestir: 69059
Tölur uppfærðar: 1.11.2025 22:22:21
www.mbl.is