04.09.2008 00:07

Gullborg RE 38

Þetta skip, Gullborg RE 38, var landsfrægt hér fyrr á árum undir stjórn hins fræga aflaskipstjóra Binna í Gröf, eða Benónýs Friðrikssonar í Vestmannaeyjum.  Myndir af því eins og það leit út hér fyrr á árum, hafa þó ekki komið fram hér heldur eins og skipið lítur nú út, eða leit út síðast er það var gert út. Hvað um skipið verður virðist vera í mikilli óvissu, því það stendur uppi enn í gamla Daníelsslippnum í Reykjavík og er þar fyrir nýbyggingum sem þar eiga að koma, en hvort þetta fræga skip verður varðveitt í Reykjavík eða brotið niður virðist með öllu óljóst, eins og raunar hefur áður komið fram hér á síðunni.

                490. Gullborg RE 38 © mynd úr safni Tryggva Sigurðssonar

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is