16.09.2008 17:50

Stærsta plastskip Íslands

Skrokkur bátsin var smíðaður í Frakklandi, en frágangur fór fram hjá Mánavör hf. á Skagaströnd 1988 og mældist hann þá 91 tonn að stærð. Fyrst gerður út sem fiskiskip hérlendis, síðan afskráður og skráður aftur sem vinnubátur eða öllu heldur sem rannsóknarskip fyrir. rneðansjávarmyndavél 1994 og lengdur það ár. Seldur síðan úr landi til Noregs 1995 í fyrstu var hann þó gerður út frá Hanstholm í Danmörku  m.a. undir skipstjórn íslendinga. Nöfn bátsins hafa verið Þórir Jóhannsson GK 116, með heimahöfn í Garði, en eigendur þann tíma sem hann bar þetta nr. voru fyrst í Vestmannaeyjum, síðan á Selfossi og að lokum í Reykjavík. Þá fékk báturinn nafnið Útlaginn en í Noregi Hefur hann borið nafnið Öyfisk fyrst með nr. N-34-ME síðan SF-4-Y og síðan aftur N-34-ME.

                    1860. Þórir Jóhannsson GK 116, mynd Þorgeir Baldursson.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 5636
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1124762
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 09:03:19
www.mbl.is