23.09.2008 19:30

Mörg ljón í veginum

Ferð Tjaldanes GK 525 undir skipstjórn Magnúsar Daníelssonar í brotjárn til Danmerkur þar sem hann dregur með sér Hannes Andrésson SH 747 og sagt var frá hér á síðunni fyrir skemmstu hefur verið þyrnum stráð ef svo má að orði koma, alla vega hafa mörg ljón verið í veginum. Fyrst var að búið var að hirða ýmis siglingatæki s.s. radarinn úr Tjaldanesinu og því þurfti að fá viðkomandi búnað úr öðrum skipum og þá skipum sem búið var að afskrá. Einnig var Tjaldanesið tekið upp í Njarðvíkurslipp og olíu dælt úr Gerði ÞH 110 sem þar stendur, til að nota í ferðina út. Eftir að skipin voru loksins ferðbúin tók við miklar brælur og svo var loksins farið að stað nú í vikunni og þá brotnuðu festingar á Hannesi Andréssyni þannig að leita þurfti inn til Sandgerðis til að gera við það og eitthvað meira. Vonandi komast skipin þó klakklaust á áfangastað fyrr en síðar og málshátturinn fall er fararheill gangi upp.

Á síðu Gísla Reynissonar má sjá þegar skipin koma inn til Sandgerðis, en hér sjáum við þegar Tjaldanesið var komið upp í slipp til að fá oliuna úr Gerði ÞH. Mynd Emil Páll

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3981
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123107
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:21:18
www.mbl.is