Í morgun urðu menn varir við að stálbáturinn Dísa GK 19 var á reki í Njarðvíkurhöfn og þegar tíðindamaður síðunnar tók þessar myndir um hádegið var báturinn kominn upp að öðrum bátum í höfninni, en ekki hafði tekist að ná sambandi við forráðamenn bátsins. Sem betur fer var gott veður og því lítil sem engin hætta á ferðum.
1930. Dísa GK 19 á reki í Njarðvíkurhöfn í morgun, mynd Emil Páll