Hinn duglegi myndatökumaður í Eyjum Tryggvi Sigurðsson sendi okkur þessar þrjár myndir sem hann tók í dag í Vestmannaeyjum. Ein er af Blátindi VE 21, sem tekin var upp í "fátækraslippinn" en hann mun vera ætlaður trillum, en er eini slippurinn í Vestmannaeyjum í dag. Þá er mynd af Eistnesku ferjunni ST OLA sem leysir Herjólf nú af meðan hann er í slipp á Akureyri og síðan flaut með mynd af Narfa VE 108.