07.10.2008 14:06

Síðasti Bátalónsbáturinn en með álhúsi?

Bátalónsbátarnir svokölluðu sem smíðaðir voru úr Furu og eik hér á árum áður og mældust 11 tonna að stærð hafa nú týnt tölunni hver á fætur öðrum. Einhverjir eru að vísu enn til í geymslum, en hafa verið afskráðir. Spurningin er því hvort bátur sá sem við birtum mynd af nú sé sá síðasti sem enn er á floti? Hann hefur að vísu legið á Drangsnesi um tíma, en er haldið við. Þessi bátur er að einu leiti frábruðginn hinum dæmugerðu Bátalónsbátum, en það er að sá sem lét smíða hann vildi hafa á honum ál hús og fékk því framgengt, en þó varð hann að láta smíða það annarsstaðar en hjá Bátalóni, þar sem þeir höfðu ekki trú á slíkum húsum.Smíðanr. bátsins er 425 hjá Bátalóni hf. í Hafnarfirði. Undir myndinni birtist saga bátsins að öðru leiti.

                   1381. Magnús KE 46 © mynd Erling Brim Ingimundarson

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2546
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 993967
Samtals gestir: 48567
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 13:25:36
www.mbl.is