07.10.2008 15:10Varðskip á leiðinni til bjargar ex HAUKI GK 25
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í gærkvöldi beiðni um aðstoð frá færeyska togaranum Rasmus Effersöe sem er vélarvana 9-10 sjómílur undan Austur-Grænlandi og um 550 sjómílur norður af Akureyri. Áætlað er að varðskipið dragi skipið til Akureyrar. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var varðskip samstundis undirbúið fyrir brottför og hélt úr Reykjavíkurhöfn um klukkustund síðar eða laust fyrir klukkan eitt í nótt og siglir nú áleiðis á staðinn. Búist er við að varðskipið verði komið að togaranum um hádegi á fimmtudag. Að sögn skipverja er veður sem stendur gott á svæðinu, nokkur hafís en veðurspá góð. Togarinn Rasmus Effersöe er 742 brúttólestir að stærð og 42,5 metra langur. Togarinn var á svæðinu til aðstoðar rússneska rannsóknaskipinu GEO ARCTIC og bíður rússneska skipið hjá togaranum eftir komu varðskipsins Landhelgisgæslan segir, að umfangsmiklar loftslagsbreytingar hafi orðið orðið á síðastliðnum árum og haft í för með sér aukna skipaumferð um hafísslóðir á Norður-Atlantshafi. Leitar- og björgunarsvæði Landhelgisgæslunnar er 1.800.000 ferkílómetrar en efnahagslögsagan er 754.000 ferkílómetrar og ber Landhelgisgæslan ábyrgð á öllum leitar- og björgunaraðgerðum innan svæðisins. Togari þessi var áður gerður út frá Sandgerði og hét þá Haukur GK 25.
Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 3025 Gestir í dag: 60 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 994446 Samtals gestir: 48567 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 13:46:41 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is