Einn af lesendum síðunnar Gunnar Th. var staddur í dag niður við Hafnarfjarðarhöfn, er fram fór sjósetning Dúdda Gísla GK 48, þess sama og var til sýnis á Sjávarútvegssýningunni á dögunum. Þar sem Gunnar var aðeins með símann sinn með sér lét hann sig hafa það og tók þessar líka góðu myndir af athöfninni og lánaði okkur til birtingar. Þess má geta að um leið og báturinn var kominn í sjó, var vél hans komin í gang. Sendum við Gunnari bestu þakkir fyrir. Svona í smá framhjáhlaupi, þá hefur eldri Dúddi Gísla, nú verið seldur til Hafnarfjarðar og skráður sem Ólafur HF 200, en fyrrum Ólafur HF 200 hefur verið skráður HF 120.