Ásmundi Jóhannssyni hefur ekki enn verið birt ákæra fyrir veiðar án kvóta, en bátur hans hefur legið í Sandgerðishöfn síðan lögreglan innsiglaði hann í sumar. Að sögn Grétars Mar Jónssonar, alþingismanns tilkynnti Ásmundur, Fiskistofu að hann myndi hefja róðra um 18. júní og réri hann sjö róðra áður en báturinn var innsiglaður.
Bátur Ásmundar: 5843. Júlíana Guðrún GK 313 © mynd Þorgeir Baldursson.