19.10.2008 08:30

Hafnarey SF 36

Bátur þessi var smíðaður í Fredrikssund í Danmörku 1961 og var tekinn af skrá 1986. Ástæðan var að hann sökk í Hornarfjarðarhöfn eftir að togarinn Þórhallur Daníelsson SF 71 bakkaði stjórnlaust á hann 13. jan. 1986. Bátnum var bjargað upp og var Björgunarfélaginu gefinn hann, en það seldi hann síðan til Dráttarbrautar Keflavíkur sem ætlaði að endurbyggja bátinn. Þótt ótrúlegt sé þá sigldi báturinn fyrir eigin vélarafli til Keflavíkur og var fljótlega tekinn upp í slipp hjá Dráttarbrautinni. En þar sem ljóst varð fljótlega að hann myndi ekki fást aftur skráður varð bið á endurbyggingu. Er Dráttarbrautin varð síðan gjaldþrota var endanlega ákveðið að endurbyggja hann ekki. Var hann því bútaður í tvennt 23. maí 1990 og brendur á áramótabrennu við Aðalgötu í Keflavík sama ár.
                          469. Hafnarey SF 36 komin til Keflavíkur © mynd Emil Páll

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is