Hér aðeins fyrir neðan er fjallað um Gissur hvíta HU 35 ex SF 55, þegar hann var í eigu Særúnar ehf., á Blönduósi og var rauður með nýja brú. Þorgeir Baldursson átti í safni sínu myndir af því þegar skipt var um brúnna og þó ekki sé alveg öruggt hvernær það gerðist er helst fallist á að það hafi verið árið 1996. Hér sjáum við fjórar myndir Þorgeirs frá þessum tímamótum.