Þeir voru margir gamlir sjófarendur sem fylgdust í dag með óvæntri komu skipa til Njarðvíkur. Hér voru á ferðinni vaktbátarnir Valberg VE 10 og Valberg II VE 105 sem voru að koma að talið var úr Norðursjónum þar sem verkefnum þar er lokið í bili (samkvæmt ábendingu Tryggva Sig hér fyrir rneðan voru þeir þó aðeins að koma frá heimahöfn sinni Vestmannaeyjum). Dró Valberg þann eldri Valberg II Njarðvíkur þar sem Hringás um brytja hann niður í Njarðvíkurslipp á næstunni. Eftir að bátarnir voru komnir að bryggju með aðstoð hafnsögubátsins Auðuns, fór Valberg VE 10 til heimahafnar í Vestmannaeyjum þar sem báturinn mun liggja a.m.k. fram yfir áramót. Við þetta tækifæri tók Emil Páll meðfylgjandi myndir.
1074. Valberg VE 10
Hafsögubáturinn Auðunn, dró 127. Valberg II VE 105 ex VE 10 síðasta spölinn til hafnar í Njarðvík.