02.11.2008 00:03
Skotar hafa verið meira hugsandi um sögu gömlu síðutogaranna, en við íslendingar. Í því sambandi segjum við nú frá því að í Hull er varðveittur sá síðasti þeirra, sem var óbreyttur í útgerð. Hann er vísu ekki mjög gamall, smíðaður 1960 og hét upphaflega Arctic Corsair H 320. Honum var lagt 1981-1985, en fór aftur í útgerð 1985 og þá undir sama nafni. Síðan fékk hann nafnið Arctic Cavalier H 320, 1988 er útgerðin fékk nýjan skuttogara sem fékk nafnið Arctic Corsair. Skipinu var síðan lagt 1993 og 1999 var því breytt í safngrip. Hér sjáum við tvær myndir af togarnum sem Tryggvi Sig hefur tekið.
© myndir Tryggvi Sig.
Skrifað af Emil Páli og Óskari Franz