Tryggur lesandi síðunnar í Noregi og lesandi spjallsins sem skipaspekingarnir hafs sín á milli. Rakst nýlega á Víðir EA í Álasundi í Noregi og undraðist hvað hann var að gera þar, en sá síðan hér á síðunni að hann hafði verið seldur í kvótahopp og færi síðan í pottinn fræga. Tók hann eftirfarandi myndir af gamla jálknum. Stóra spurning er hvort þetta sé síðasta höfnin sem hann komi til fyrir niðurifshöfn. - Síðan er það spurning hvor þið lesendur síðunnar þekkið önnur skip sem einnig sjást á myndunum.