02.11.2008 23:13

Bátabruninn o.fl. fréttir úr Hafnarfirði

Einn af föstum lesendum síðunnar sendi okkur í kvöld eftirfarandi fréttir frá Hafnarfirði.

Annars vegar var það vaðandi fréttaflutninginn um að "eldri bátar" hefðu brunnið í kvöld við Bátasmiðju Guðmundar, eins og Mogginn orðar það. Þetta voru  annars vegar stóri hraðfiskibáturinn sem hefur staðið fullsteyptur en annars ófrágenginn utan við húsið um hríð, og hins vegar dálítið minni "snekkjuskrokkur" við hlið hans. Talinn er enginn vafi á íkveikju enda kviknar ekki í tómum plastbátsskrokk í rigningu af sjálfu sér.
 
Svo er annað - þeir hafa ekki enn komið Guðrúnu Björgu (76) úr landi. Hún liggur enn við hafnarendann hjá stóru flotkvínni, en brotajárnshaugurinn sem var við hlið hennar er horfinn. Líklega er búið að fullferma hana drasli og aðeins beðið hentugrar ferðar.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3707
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1122833
Samtals gestir: 52257
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 07:37:54
www.mbl.is