06.11.2008 18:43

Fina 5 brytjuð niður í Hafnarfirði

Þið gamla skip Fína 5  sem hefur verið notuð til geymslu á asfalti fyrir malbikunarstöð Vestmannaeyja hefur nú verið tekin upp í gamla Drafnarslippinn í Hafnarfirði þar sem brjóta á skipið niður. Af því tilefni birtum við texta sem afritaður var af síðu Þorbjörns Víglundssonar í Vestmannaeyjum og er útdráttur úr greinargerð sem fylgi við innflutning á skipinu til Íslands. Á árinu 1974 gerði Olíumöl hf. í Hafnarfirði samning við norskt fyrirtæki um byggingu olíustöðvar í Hafnarfirði fyrir móttöku og geymslu á vegolíu og asfalti. Var stöð þessi reist eins og samningar stóðu til og hefur Olíumöl hf. starfrækt stöðina til framleiðslu á olíumöl. Eftir að olíustöðin var tekin í notkun hefur Olíumöl hf. tekið að sér umfangsmikil verkefni, bæði á Vestfjörðum og víðar, við malbikunarframkvæmdir. Í sambandi við þessi verk varð að flytja asfaltið frá stöð félagsins í Hafnarfirði á viðkomandi staði úti um land. Efnið þurfti að flytja í heitu ástandi, og var það fyrst sett 160 stiga heitt á einangraða geyma, sem voru fluttir með bílum. Þessir flutningar reyndust næstum ógerlegir í framkvæmd.  Árið 1975 bauðst félaginu til kaups í Noregi asfaltprammi, sérstaklega byggður til flutninga á heitri olíumöl. Getur hann flutt 220 tonn af efninu í ferð. Þar sem prammi þessi er langtum eldri en tilskilið er í 26. gr. laga nr. 52 12.maí 1970 um eftirlit með skipum, hefur ekki verið hægt að kaupa hann, heldur hefur hann verið leigður Olíumöl hf. Fleyta þessi er byggð 1860, en samkvæmt upplýsingum frá sænskum yfirvöldum kaupir Nynäs Petroleum skipið og endurbyggir það sem tankpramma fyrir asfalt árið 1948. Árið 1955 er pramminn styrktur til siglinga á Eystrasalti. Var hann síðan notaður til olíu- og olíumalarflutninga til ársins 1973, að núverandi eigandi, Norske Fina A/S, kaupir prammann og endurbyggir hann til frekari asfaltflutninga við strendur Noregs. Umrætt skip hefur reynst mjög vel hér á landi, enda er það að mestu leyti endurbyggt, þannig, að þó að frumsmíði skipsins sé gömul, þá er flest nýtt í því, þ.e. allar vélar og tæki og bolurinn endurnýjaður eftir því sem þörf hefur verið. 

                                        Fina 5 © mynd Emil Páll

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3597
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1122723
Samtals gestir: 52257
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:54:06
www.mbl.is