08.11.2008 00:06

4. Bátalónsbáturinn sem enn er í gangi - Sæbjörg BA 59

Mikið hefur verið spáð í það hér á síðunni hvort ekki séu einhverjir Bátalónsbátar enn til í útgerð og er þá átt við bátanna sem smíðaðir voru úr eik og furu á árunum 1971-1974. Fram að þessu hafa bara þrír verið nefndir til sögunnar en nú hefur komið í ljós að sá fjórði er til sem enn er í útgerð. Þessir bátar heita í dag Glófaxi II VE 301, Magnús KE 46, Skvetta SK 7 og Sæbjörg BA 59. Allir eru þeir óbreyttir frá fyrstu tíð nema Glófaxi, en honum var breytt í frambyggðan bát og á Akranesi var á sínum tíma smíðað á hann nýtt stýrishús. Einn þessara báta er með álhúsi en það er Magnús og þó menn hafa oft efast um það þá var það hús sett á hann í Bátalóni strax í upphafi að ósk kaupanda. Höfum við áður birt hér myndir af Glófaxi II og Magnúsi og nú birtum við mynd af Sæbjörgu, en við höfum ekki yfir að ráða mynd af Skvettu.

                                1188. Sæbjörg BA 59 © mynd Þorgeir Baldursson

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 608
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 538
Gestir í gær: 59
Samtals flettingar: 997347
Samtals gestir: 48683
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 09:19:07
www.mbl.is