þessi litli bátur var smíðaður í Engi í Noregi 1986 úr áli. Hann var fyrsti sérsmíðaði þjónustubáturinn fyrir fiskeldi með sjálfvirkum útbúnaði til fóðurgjafar o.fl. Var hann notaður til að fæða fisk í kvíjum á Keflavíkinni í stuttan tíma þar sem eigandinn Sjóeldi hf. í Höfnum fór í þrot 1988. Hann var síðan seldur úr landi til Færeyja 1995 og þar fékk hann nafnið Njördur og var notaður frá Kollafirði.
1747. Tumi II © mynd Emil Páll