09.11.2008 20:12

Bátur á Akranesi - sá minnsti?

Einn af vinum síðunnar sendi okkur áðan þetta skemmtilega greinarkorn sem við birtum hér með orðrétt, ásamt mynd þeirri sem hann tók.

Var á Akranesi í dag og meðal þess sem ég rak augun í var þetta allra minnsta hafskip sem ég hef augum litið. Raunar sá ég í sumar minnsta hraðbát sem ég hef séð til þessa, eða tveggja metra langan. Það var hins vegar í Danmörku og telst ekki með.
Ég giska á að þessi bátur sé tæpir fjórir metrar að lengd, gæti þess vegna verið TERHI 385. Af einstöku hugmyndaflugi hefur hann svo verið borðhækkaður og frambyggður. Þó handbragðið sé kannski ekki neitt listaverk og fleytan sé varla til stórræðanna í öldugangi, þá get ég sem manískur trilluáhugamaður auðveldlega ímyndað mér gleði og ánægju eigandans með bátinn sinn. Þarna er allt sem þarf og ekkert umfram það. Skjól í stýrishúsi fyrir vindi, hægt að hita sér kaffi í skjóli og tylla sér undir þaki, jafnvel dotta örlítið þegar veiðin lætur á sér standa. Menn þurfa ekki alltaf milljónir til að skapa sér skemmtun og afþreyingu. Hugmyndaflug er allt sem þarf -  ívafið mátulegri nægjusemi. Þarna við flotbryggjuna ruggaði semsé - og ég dreg ekkert úr því - lykill að lífshamingju þess sem setur í fyrsta sæti hófsemi og lítillæti.
 
Mér fannst þetta flottur bátur, ekki endilega útlitsins vegna heldur vegna hugarfarsins sem að baki liggur.....
 
Kveðja, Gunnar Th

                                    Litli báturinn á Akranesi © mynd Gunnar Th.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3707
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1122833
Samtals gestir: 52257
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 07:37:54
www.mbl.is