13.11.2008 00:38Varðskipið Óðinn
Það var fundur í dag kl. 1700 um borð í Óðni í Reykjavík hjá Hollvinasamtökum um verndun Óðins, en hann er nú kominn undir sjóminjasafnið í Reykjavík, "Víkin". Óðinn hefur fengið pláss úti á Granda fyrir framan safnið en safnið fékk hann afhentan 2006. Óðinn var færður frá Faxagarði að safninu 28.feb. 2008, en Hollvinasamtökin voru stofnuð haustið 2006.
Það hefur verið lögð mikil vinna í að gera Óðinn sýningarhæfan, þar á meðal hefur bryggjunni verið breitt og hún hækkuð sem einskonar göngubrú út að skipinu og þar er svo komin nýr landgangur mjög góður. Settar hafa verið sliskjur á bryggjuna og á síðu Óðins til að halda honum við bryggjuna og er hann nú vel festur þarna. Töluvert af fólki hafa skoðað skipið en fleiri mættu koma. Það eru nefnilega ekki margir sem vita að Óðinn er orðinn að safni núna og Gæslan hefur ekkert með rekstur hans að gera heldur sér Víkinn alveg um hann núna. Af því hann er í gæslulitunum og merktur Gæslunni er það sem gerir það að fólk heldur að hann sé á vegum Gæslunnar. Það þarf að auglýsa hann upp sem safn en það er margt að sjá þarna um borð og á eftir að aukast búnaður sambandi við hann. Það hafa verið reglulegar ferðir um skipið undir leiðsögn og geta hópar komið þarna og fengið leiðsögn. Meira að segja hafa skipherrar á eftirlaunum séð um þetta á helgum í sumar, þá helst Ólafur Valur Sigurðsson fyrrverandi skipherra. Þetta kom fram í spjalli við Jón Pál sem er einn af áhugamönnum um verndun Óðins. Hann sagði ennfremur að nú þyrfti að auglýsa Óðinn svolítið upp en peninga kassinn sem sjá á um rekstur hans er uppurinn um þessar mundir og ef stefnir í sem horfir þar að taka af honum hitann vegna peningaleysis og þá er voðinn vís og allt fer í óefni um borð. Það þarf einhverja styrktaraðila til að styrkja þetta málefni svo halda megi skipinu í horfinu og gera það að fallegu safni. Það hafa fjöldi manna úr Hollvinasamtökonum unnið mikið þarna um borð sem sjálfboðaliðar en margir af þeim hafa verið á honum gegn um tíðina. Jón Páll sem var á Óðni til margra ára, birtir fleiri myndir á síðunni sinni frá fundinum í dag. Varðskipið Óðinn © myndir Jón Páll Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 4129 Gestir í dag: 62 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 995550 Samtals gestir: 48569 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 14:28:44 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is