15.11.2008 01:20

Titika strandar í Keflavíkurhöfn

Gríska skipið Titika með heimahöfn í Porto Rico strandaði í Keflavíkurhöfn í sinni fyrstu ferð sem vöruflutningaskip og undir þessu nafni og í eigu nýrra eiganda. Orsök strandsins voru þær að er skipið var að fara frá hafnargarðinum í Keflavík bilaði vélin og rak skipið upp í kletta fyrir neðan Fiskiðjuna sálugu þann 1. nóv. 1955. Skipið sem var smíðað sem farþegaskip í Washington í Bandaríkjunum 1929 og mældist 717 tonn kom hingað til að taka skreið. Keyptu heimamenn í Keflavík og Njarðvík skipið á strandstað fyrir 60-70 þúsund kr. og náðu því út 24. apríl 1956. Skipið var þétt og lagfært og komið á flot og farið með það í Njarðvík og gert við það þar og dregið til Reykjavík þar sem fór fram meiri viðgerð á skipinu til að koma því til Hollands þar sem það fór í brotajárn. Notuðu þeir ferðina til að flytja út kopar og aðra málma í tunnum til sölu erlendis og með því gátu þeir náð hagnaði út úr dæminu, en annars stóð allt á sléttu. Valur Línberg sendi okkur myndina en það var tengdafaðir hans Ragnar Sigurðsson sem tók hana og sendum við kærar þakkir fyrir.

                               Titika á Strandstað í Keflavík © mynd Ragnar Sigurðsson.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3192
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 3759
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 1332433
Samtals gestir: 56652
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 13:57:53
www.mbl.is