19.11.2008 13:09Grímsnesið strandaði og dreginn til EyjaVarðskip Landhelgisgæslunnar Týr tók nú eftir hádegi netabátinn Grímsnes GK-555 í tog þar sem drepist hefur á aðalvél bátsins. Sjókælir bátsins skaddaðist þegar hann strandaði á sandrifi 3,2 sjómílur norðaustur af Skarðsfjöruvita á Meðallandssandi. Gripið var til þess ráðs að kæla aðalvél bátsins með ferskvatni, sem var um borð. Hafa vatnsbirgðir bátsins nú klárast og var því talið nauðsynlegt að varðskipið taki bátinn í tog. Verður Grímsnes GK-555 dregið til hafnar í Vestmannaeyjum og ef skipin hefðu komið fyrir myrkur til Eyja hefðum við getað birt myndir af því frá okkar öfluga félaga Tryggva Sigurðssyni. En síðan kom í ljós að veður hamlaði því að skipin kæmu þangað og er jafnvel talin sólarhringur í það. Um þá seinkun sagði eftirfarandi á mbl.is nú síðdegis: Búið að koma vélinni í gangFerð Varðskipsins Týs sem er með dragnótarbátinn Grímsnes GK-555 í togi á leið til Vestmannaeyja gengur fremur hægt. Vestan strekkingur er á móti og hafa skipin farið um tvær sjómílur á klukkustund, að sögn Stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Samkvæmt því gætu skipin komið til Eyja eftir tæpan sólarhring. Búið er að koma aðalvél Grímsness GK í gang og getur báturinn nú siglt á hægri ferð fyrir eigin vélarafli. Til greina kemur að taugin verði leyst á milli skipanna og að varðskipið fylgi bátnum til hafnar. Það hefur þó ekki verið ákveðið. Dráttartaugin slitnaði fyrr í dag og gekk greiðlega að tengja hana aftur.
Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1080 Gestir í dag: 67 Flettingar í gær: 3437 Gestir í gær: 66 Samtals flettingar: 1019546 Samtals gestir: 49950 Tölur uppfærðar: 3.12.2024 18:38:04 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is