89. Grímsnes GK 555 © mynd Tryggvi Sig.
Dragnótabáturinn Grímsnes GK-555, sem strandaði á sandrifi 3,2 sjómílur norðaustur af Skarðsfjöruvita á Meðallandssandi, gæti náð höfn í Vestmannaeyjum laust eftir miðnættið. Báturinn var fyrir stundu kominn að Dyrhólaey. Grímsnes siglir nú fyrir eigin vélarafli á um sex sjómílna hraða. Þessi frétt var á mbl.is en athygli vekur að báturinn hefur í fréttum mbl.is verið kallarður ýmsit dragnótabátur eða jafnvel nótabátur. Hann er hinsvegar netabátur og á vefsíðu Landhelgisgæslunnar lhg.is eru nú mjög skemmtilegar myndir af bátnum teknar frá varðskipinu Tý.
Undir nafninu 89. Happasæll KE 94 var báturinn mikið aflaskip og stundaði nánast eingöngu netaveiðar © mynd Tryggvi Sig.