20.11.2008 21:23

Ætlar ekki að ganga þrautarlaust með Grímsnesið

Samkvæmt fréttum Hilmars Braga hjá vf.is nú áðan, þá hefur gengið illa fyrir Odd V. Gíslason að draga Grímsnesið og því hefur Ásgrímur Halldórsson SF 250 tekið við drættinum og mun draga bátinn allavega inn fyrir Garðskaga.
Það er því orðið ljóst að það ætlar ekki að gagna þrautarlaust að koma Grímsnesinu til hafnar í Njarðvík. En sem kunnugt er þá strandaði það í gærmorgun austur á söndum og við það urðu skemmdir á kælingunni á vélinni og tók varðskipið Týr bátinn í tog í átt að Vestmannaeyjum.
Komu þeir þá vél bátsins í tog og gekk hann fyrir eigin vélarafli til Eyja, en ákveðið var að sigla honum síðan fyrir eigin vélarafli til Njarðvíkur og fór hann því frá Eyjum í nótt.
Út af Sandvík á Reykjanesi bilaði vélin aftur og munaði þá litlu að báturinn ræki upp, en björgunarsveitum tókst að bjarga honum úr þeirri hættu og tók Oddur V. Gíslason bátinn þá í tog en þar sem sjór var þungur gekk það fremur illa, auk þess sem bilun varð í Oddi V. og þá tók Ásgrímur Halldórsson við og síðan mun koma í ljós hvort einhver annar taki við bátnum eftir að hann er kominn inn í Garðsjó.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3952
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123078
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 07:58:57
www.mbl.is