© mynd Gunnar Th. Þorsteinsson
Þessa gullfallegu en löngu aflögðu trillu rakst Gunnar Th. Þorsteinsson á er hann var á ferð um fjörukambinum milli Tirðilmýrar og Bæja á Snæfjallaströnd. Birti hann myndina á síðu sinni og fengum við hana að láni til birtingar hér. Kemur fram hjá Gunnari að hann hafi talið að hér væri á ferðinni venjulegur fiskibátur en á seinni árum hafi hann hallast frekar að því að þessi bátur hafi verið notaður sem ferja, vegna lengdar hvalbaksins. Þó hafi hann enn ekki rekist á neinn sem staðfest getur það.