27.11.2008 00:13

Myndasyrpa af strandi Jóns Baldvinssonar RE 208

Hér birtist myndasyrpa frá strandi togarans Jóns Baldvinssonar undir Keflavíkurbjargi á Reykjanesi 31. mars 1955 og fram yfir afdrif togarans. En myndirnar sendi Þorsteinn Pétursson á Akureyri okkur til birtingar. Jón Baldvinsson RE 208 var tæplega fjögurra ára þegar hann lauk ferli sínum þarna. Hann var smíðaður í Aberdeen í Skotlandi 1951 og hafði smíðanr. 826 hjá Hall Russel  & co Ltd. Togari þessi var 7. togarinn í eigu Bæjarútgerðar Reykjavíkur og kom nýr til Reykjavíkur 25. júní 1951. Nafn hans var í höfuð Jóns heitins Baldvinssonar, fyrrum alþingismanns og forseta Alþýðusambands Íslands. Eftir að togarinn strandaði keyptu bræðurnir Guðni og Guðmundur Ingimundarsynir í Garði skipið á strandstað og björguðu úr honum öllu nýtanlegu áður en hann brotnaði á strandstað. Togarinn fór á hvolf 13. apríl sama ár, engu að síður var haldið áfram fram í október að bjarga úr skipinu og lauk því starfi 19. október, er skrúfunni var bjargað við illan leik.






       Frá strandi b.v. Jóns Baldvinssonar RE 208 á Reykjanesi © myndir úr safni Þorsteins Péturssonar

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 3597
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1122723
Samtals gestir: 52257
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:54:06
www.mbl.is