Síðastliðinn föstudag fóru Guðrún Björg HF 125 og Gréta SI 71 ex Margrét EA loksins af stað frá Hafnarfirði og var förinni heitið með Guðrúnu Björg til Danmerkur í brotajárn, en Gréta á að halda áfram til sérstakra verkefni á Afríku. En í nótt gerðist það að Guðrún Björg, sökk skammt austur af Aberdeen. Enginn var um borð í skipinu þegar það sökk og áhöfninni á Grétu varð ekki heldur meint af.