Mikil umferð var um hafnarsvæði Keflavíkurhafnar í morgun, enda ekki daglegur viðburður að síldveiðiskip séu á veiðum uppi í harða landi undan Vatnsnesinu, eða eins og einhver myndi segja á ytri höfninni í Keflavík. Þarna voru að veiðum Súlan EA, Margrét EA, Birtingur NK og þrátt fyrir mikla sól þá sýndist mér að fjórða skipið væri Álsey VE. Margrét EA 710 og Súlan EA 300 Birtingur NK 119 Álsey VE 2