Mikil umferð var um hafnarsvæði Keflavíkurhafnar í morgun, enda ekki daglegur viðburður að síldveiðiskip séu á veiðum uppi í harða landi undan Vatnsnesinu, eða eins og einhver myndi segja á ytri höfninni í Keflavík. Þarna voru að veiðum Súlan EA, Margrét EA, Birtingur NK og þrátt fyrir mikla sól þá sýndist mér að fjórða skipið væri Álsey VE.