Þann 6. september 1947 kom til Reykjavíkur nýtt frysti- og vöruflutningaskip sem bar nafnið Vatnajökull. Skip þetta var fyrsta sérsmíðaða frystiskip íslendinga og kostaði nýtt með öllum tækjum 3.5 miljónir króna á þáverandi gengi. Skipið hafði smíðanr. 5 hjá Lindingöverken í Stokkhólmi í Svíþjóð og var afhent 29. ágúst 1947 og mældist þá 924 tonn og var í eigu Jökla hf. til 17. júlí 1964 að það var selt til Grikklands þar sem það fékk nafnið Evangeristria V og því nafni hélt skipið þar til það var rifið 1986.