Þorsteinn Pétursson á Akureyri sendi okkur þessar myndir og með þeim fyldi eftirfarandi texti: Sendi þér þessar merkilegu myndir sem ekki hafa byrst áður. Myndirnar tók Bjarni Gestsson vélstjóri á Akureyri og var þá vélstjóri á Bjarka frá Akureyri og voru þeir á síldveiðum á Grímseyjarsundi. Þarna sést er Snerrir RE er að sökkva, hét áður Skeljungur. Þetta er sennilega árið 1946 og skipið sem við sjáum hjá Snerri er Fagriklettur smíðaður hjá Nóa á Akureyri 1943.