þetta er einn hinna svonefndu dönsku blöðrubáta, smíðaður í Stuer í Danmörku 1945. Hann var gerður út hérlendis frá 1955 til 1994 að hann var afskráður og seldur til Noregs. Til Noregs fór hann þó aldrei og stóð þá til að hann yrði settur sem minjagripur eða vísir af sjóminjasafni í Þorlákshöfn, en það gekk ekki í þeirri tilraun og var hann seldur og settur þá við festar í Fossvogi árið 2000. Þar sökk hann við bólfæri 7. okt. 2002, en var bjargað í land tveimur mánuðum síðar og settur á land á Kársnesinu en þá var búið að selja hann til Akureyrar þar sem breyta átti honum í skemmtibát. En þannig fóru þó ekki leikar, heldur var báturinn fluttur til Þorlákshafnar í sama tilgangi og áður stóð til og þar stendur hann nú. Báturinn hefur borið eftirfarandi nöfn: Fyrstu 10 árin hét hann Singapore og var frá Danmörku en þá varð hann Friðrik Sigurðsson ÁR 7 og síðan Ólafur GK 33 og undir því nafni var hann gerður út í 30 ár frá Grindavík.
Þessi var síðast 434. Ólafur GK 33 © mynd Tryggvi Sig.