Eins og fram kemur á síðu Ingólfs Þorleifssonar hefur verið tekin ákvörðun um að farga gamla Hilmi ST 1 sem staðið hefur til að varðveita á Hólmavík. Hilmir sem hafði smíðanr. 1 hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. og er frá árinu 1942 hefur aðeins borið tvær skráningar, þ.e. núverandi nafn og nr. frá 1946, en fram að því var hann Hilmir GK 498. Hann var tekinn af skrá 1995 og settur á land til varðveislu sem safngripur en í ágúst sl. krafðist sveitarstjóri Strandabyggða að hann yrði fjarlægður af Hólmanum Hólmavík.
565. Hilmir ST 1 © mynd Guðjón H. Arngrímsson