Guðmundur VE 29 © Mynd Ómar Garðarsson
Sturla Einarsson skipst mynd þorgeir Baldursson
Árið sem er að líða hefur verið viðburðarríkt hjá áhöfn Guðmundar. Þeir hafa aflað fyrir samtals 2 milljarða íslenskra króna, eða nánar tiltekið 2.000.213.313 kr (fob). Aldrei áður hefur skip hjá Ísfélagi Vestmannaeyja hf. aflað fyrir slík verðmæti á einu ári. Samtals hafa verið fryst 17.764 tonn af síld, loðnu, makríl og kolmunna og veiðin samtals 34.702 tonn.
Áhöfnin gaf eina milljón króna til góðgerðarmála fyrir jólin og afhentu þeir séra Kristjáni sóknarpresti í Landakirkju féð og bundu þar með endahnútinn á frábært ár.
Aflinn skiptist þannig
Aflinn skiptist þannig
|
Veiði (tonn) |
Loðna |
5.440 |
Kolmunni |
7.502 |
Íslandssíld |
1.029 |
NÍ síld |
18.239 |
Makríll |
2.493 |