Í dag var sjósettur í Sandgerði aflaskipið Bárður SH 81 frá Arnarstapa eftir miklar breytingar sem framkvæmdar voru hjá Sólplasti ehf. í Sandgerði og tóku aðeins um 2 mánuði. Breytingarnar eru lenging upp á 1.60 m., perustefni, stakkageymsla og hliðarskrúfa. Tók Emil Páll meðfylgjandi myndir við þetta tækifæri.