29.12.2008 17:15

Síld í Grófinni

Eftirfarandi birtist áðan á vefnum vf.is
Síldartorfa fyllir smábátahöfnina í Gróf


Risastór síldartorfa fyllir þessa stundina smábátahöfnina í Gróf. Hafði tíðindamaður Víkurfrétta á orði að hægt væri að ganga þurrum fótum yfir höfnina, svo mikil væri síldin.

Það var kannski ofsögum sagt að hægt væri að ganga þurrum fótum yfir höfnina, en hins vegar er sjórinn í smábátahöfninni eins og kraumandi suðupottur þar sem höfnin er full af síld sem syndir þar hring eftir hring. Gamlar aflaklær, skipstjórnarmenn með áralanga reynslu af síldveiðum, standa á bryggjukantinum með veiðistangir og húkka síld. Reynist síldin í lagi verður hún bæði steikt á pönnu og sett í marineringu, en síld sem veiddist í Faxaflóa fyrir fáeinum vikum reyndist sýkt.




Sæmundur Hinriksson hefur handleikið fisk í gegnum tíðina. Hann setti í þessa síld í Grófinni nú áðan.


Hún er falleg "Grófarsíldin" sem veiðist nú á stöng í smábátahöfninni.


Gamlir sjóarar eru nú við veiðar í Grófinni. Höfnin er full af síld.



Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson


Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 994
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 3437
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 1019460
Samtals gestir: 49948
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 17:30:22
www.mbl.is