04.01.2009 21:15

Áramótaspjall

Í upphafi árs

 

Á flestum öflugum miðlum er það venjan að horfa um öxl á áramótum og það gera einnig marga vefsíður á sama tíma. Við sem erum bak við þessa síðu viljum ekki verða eftirbátar annarra í þeim efnum, enda hefur þetta ár breytt síðunni ótrúlega mikið.

 

Síða Þorgeirs Baldurssonar hefur undanfarin ár miðast við að þegar hann hefur komið í frí fjórðu hverja veiðiferð á Kaldbak sem þá var og hét, eða í önnur lengri frí voru settar inn færslur og myndir. Hann hafði lengi þó spáð í það hvernig hægt væri að gera síðuna öflugri og um leið skemmilegri og því voru tveir valinkunnir bátagrúskarar fengnir til að gerast síðuritarar með honum og stóð ekki á viðbrögðum. Fljótlega datt þó annar hjálparmanna hans úr, en hinn var áfram, en í staðinn kom færandi hendi hinn öflugi ljósmyndari Tryggvi Sigurðsson úr Eyjum. Þessir þrír Þorgeir, Emil Páll og Tryggvi eiga stærstan þátt í því hvað síðan er orðin öflug, auk mikils fjölda annarra ljósmyndara út um allt land sem lagt hafa síðunni líf með myndum og upplýsingum.

 

Í upphafi voru menn með allskyns skoðanir á því hvernig síðan leit út og nokkuð bar á gagnrýni, ýmist á síðunni sjálfri eða þeir sem stóðu að henni fengu til sín skammar í formi símtala eða á vefpósti. Þetta hafði þó engin áhrif og í dag er svo komið að síðan birtir 250-300 skipamyndir á mánuði hverjum, sem er þó nokkuð mikið, enda hefur ekki staðið á því að inn streyma mikill fjöldi gesta dag hvern og flettingar hafa farið eins og gestafjöldinn langt fram úr vonum manna. Þegar þetta er skrifað er heildarfjöldi flettinga 573976 og heildarfjöldi gesta kominn í 144488.

 

Sem betur fer hefur skítkastið að mestu horfið, enda hafa síðuritarar ekki hikað við að henda út athugasemdum sem þeim finnst vera fyrir neðan allar hellur.

 

Með samheldni allra sem vilja gera síðuna skemmtilega og fjölbreytta getum við haldið þessu áfram, en vegna hins mikla fjölda mynda sem hér birtast verðum við þó að hafa í huga að auðvitað birtast myndir af skipum sem áður hefur verið fjallað um bæði hér á síðunni sem og á öðrum skipasíðum. Ef það gerðist ekki er hætt við að brunnurinn myndi fljótt tæmast og síðan yrði því auð. Förum við því fram á að menn taki viðleitnina fram yfir annað, þó svo að hér birtist myndir af skipum sem áður hefur verið sagt frá annað hvort á þessari síðu eða öðrum.

 

Stöndum öll saman, síðuritarar, ljósmyndarar og þeir sem vilja skrifa undir myndir eða öðru efni. Með samheldnir höldum við áfram því markmiði að gera góða síðu enn betri, þar sem skoðanaskipti fara fram og verður stundum all líflegt. Við erum ekki í samkeppni við aðrar síður, því allar síður hafa það að markmiði að standa undir því markmiði sem síðuritarar hafa sett sér.

 

Með góðum kveðjum

             Þorgeir Baldursson

             Emil Páll Jónsson

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is