04.01.2009 22:52

Strandaði við Gerðabryggju

Tíu tonna bátur Monica GK 136 strandaði í innsiglingunni við Garð í Sveitarfélaginu Garði, um 15 til 20 metra frá landi, í kvöld. Töldu skipverjar sig vera á Fitjum í Njarðvík, en síðan kom í ljós að þeir voru strandaðir fyrir neðan björgunarsveitarhúsið í Garði. Náðu björgunarsveitarmenn  að draga bátinn fljótt af strandstað og að Gerðabryggju. Ekkert amaði að áhöfninni, en á svæðinu er svarta þoka en lygn sjór.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi Bárðarson hjá vf.is og lánaði okkur til birtingar hér á síðunni og þökkum við honum kærlega fyrir.




      2110. Monica GK 136 komin að bryggju í kvöld © myndir Hilmar Bragi Bárðarson vf.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2659
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 508
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 1427356
Samtals gestir: 58050
Tölur uppfærðar: 25.4.2025 12:16:51
www.mbl.is