Tíu tonna bátur Monica GK 136 strandaði í innsiglingunni við Garð í Sveitarfélaginu Garði, um 15 til 20 metra frá landi, í kvöld. Töldu skipverjar sig vera á Fitjum í Njarðvík, en síðan kom í ljós að þeir voru strandaðir fyrir neðan björgunarsveitarhúsið í Garði. Náðu björgunarsveitarmenn að draga bátinn fljótt af strandstað og að Gerðabryggju. Ekkert amaði að áhöfninni, en á svæðinu er svarta þoka en lygn sjór. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi Bárðarson hjá vf.is og lánaði okkur til birtingar hér á síðunni og þökkum við honum kærlega fyrir.