Hér fyrir neðan kom smá getraun, en þar tók Emil Páll mynd af Bylgju VE 75 um hádegisbilið í dag er togarinn var á leið yfir Stakksfjörðinn og til Njarðvíkur þar sem hann er nú kominn upp í slipp og hér fyrir neðan er togarinn að koma inn til Njarðvíkurhafnar. Það sem sjálfsagt ruglar menn er að myndin er tekinn með það mikilli aðdrætti að ef hún er vel skoðuð má sjá Hallgrímskirkju í Reykjavík og því er þetta sjálfsagt hluti af fjallinu Esju.
2025. Bylgja VE 75 © mynd Emil Páll