08.02.2009 17:25Tveir hætt komnir í skipslestIngunn AK var að landa gulldeplu á Akranes í dag, þegar slysið varð. Innlent | mbl.is | 8.2.2009 | 17:07
Tveir hætt komnir í skipslest
Tveir menn misstu meðvitund í lest fiskiskipsins Ingunnar AK um þrjúleytið í dag, þegar vinnuslys varð við uppskipun afla við síldarverksmiðjuna á Akranesi. Var annar þeirra niðri í lest skipsins og hné þá skyndilega niður og missti meðvitund. Að sögn lögreglunnar á Akranesi var það vegna súrefnisskorts í lestinni, líklega þar sem rotnunargös frá farminum ruddu venjulegu andrúmslofti frá. Vinnufélagi mannsins fór þá niður í lestina til að huga að honum en missti sjálfur meðvitund þegar þangað var komið. Aðrir skipverjar sýndu þá af sér mikið hugrekki, settu á sig reykköfunarbúnað og fóru niður í lestina á eftir hinum tveimur, að sögn lögreglu. Þeim tókst að koma beisli á mennina tvo, sem legið höfðu um nokkra hríð meðvitundarlausir. Þá tókst að hífa þá upp úr lestinni með krana á skipinu. Mennirnir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi, en lífsmark þeirra var mjög veikt eftir veruna niðri í lestinni. Mennirnir eru nú báðir komnir til meðvitundar, að sögn vakthafandi læknis á sjúkrahúsinu, en að sögn lögreglu hafði sá sem skemur var niðri komist til meðvitundar nokkuð fljótt. Um 20 mínútur tók að koma mönnunum upp úr lestinni, að sögn varðstjóra, svo ljóst er að þeir voru mjög hætt komnir. Þyrla landhelgisgæslunnar var sett í viðbragðsstöðu en hjálp hennar var afþökkuð þegar til kastanna kom. Fyrir um klukkustund voru mennirnir báðir sendir á Landsspítalann í Reykjavík, með sjúkrabíl, til nánari aðhlynningar. Því virðist sem að mun betur hafi farið en á horfðist í fyrstu. HEIMILD MBL.IS Skrifað af Emil Páli |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 4356 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1123482 Samtals gestir: 52258 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is