10.02.2009 00:18 Þorsteinn Pétursson á Akureyri hefur verið duglegur að senda okkur myndir eftir hina ýmsu ljósmyndara og þá oft myndir sem eru nokkuð gamlar og því sumar hverjar orðnar hreinir gullmolar. Nú hefur hann sent okkur stóran pakka sem inniheldur um 80 myndir sem allar eru teknar á Siglufirði að mér sýnist samkvæmt bátunum, einhvern tímann á 4. áratug síðustu aldar. Myndirnar sýna báta á síldveiðum, síldarlöndun, síldarsöltun og mannlífið á þessum árum. Segir Steini Pé að ljósmyndari hafi verið einhver Kiddi Hall á Akureyri og því munum við merkja myndirnar honum. Hefur okkur tekist að finna út nöfn á meirihlutanum að bátunum, en þó eru þó nokkrar myndir sem við vitum ekki nein deili á og munum við birta þær þannig. Munum við dreifa myndunum á næstu vikum og mánuðum og sendum um leið kærar þakkir norður yfir heiðar. Samkvæmt áliti hér fyrir neðan er talið að þetta séu Samvinnubátarnir frá Ísafirði og ljósmyndarinn heiti fullu nafni Kristján Hallgrímsson, en verður þó áfram nefndur Kiddi Hall. Síldarbátar á Siglufirði, trúlega Samvinnubátarnir frá Ísafirði © myndir Kiddi Hall
|
Þorgeir Baldursson 8620479 Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð Hörgárbyggð Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita
og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi TenglarFlettingar í dag: 3981 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1123107 Samtals gestir: 52258 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:21:18
|