Gunnar Th. sendi okkur þessar myndir af flaki Þorgeirs GK 73 sem er í Landey við Stykkishólmi. Fór hann þangað um sundið þurrt á stórstraumsfjöru 2001 og myndaði bátinn. Flakið mun þó vera orðið enn laslegra í dag, því brúin er fallin af því ásamt fleiru. Þökkum við Gunnari kærlega fyrir sendinguna.