16.02.2009 15:14
Aðalsteinn Tryggvason sendi þessa mynd til Þorgeirs og meðfylgjandi texta með:
"Þú birtir um daginn svarthvíta mynd af Hamrafelli og einhver spurði hvort þetta væri eina myndin sem til væri af skipinu...ég ákvað að taka mynd af málverki sem er málað eftir mynd af skipinu í lit.
Gaman væri ef þú gætir birt hana og jafnvel fengið umræðu um það hvort það sé rétt að tvö systurskip Hamrafells hafi hreinlega brotnað í tvennt eins og sagan segir...þ.e.a.s á lensi í stórsjó. Pabbi minn var á skipinu og langar mikið að vita hvort þetta sé rétt".
Nú er því komið að ykkur lesendur góðir að rifja upp hvort þessi saga sé rétt.
Hamrafell í lit © mynd tekin af Aðsteini Tryggvasyni af málverki
Skrifað af Þorgeir og Emil Páli