17.02.2009 19:37

Wilson Skaw í Grindavík

Risa saltskip í höfninni
Wilson Skaw © mynd grindavík.is

17.02.2009  
Risa saltskip í höfninni

Næst stærsta skip sem nokkru sinni hefur siglt inn í Grindavíkurhöfn kom þangað í gær. Það heitir Wilson Skaw og er 113 metra langt, 15 metra breitt og með 7 metra djúpristu full hlaðið. Skipið kom með 3800 tonna saltfarm fyrir Saltkaup en birgðarstöðvar þess á Suðurnesjum eru í Hópsnesi.

Saltskipið kom frá Bahamas og fer þangað beint aftur að ná í meira salt fyrir Íslendinga. Um tvo sólarhringa tekur að landa úr skipinu sem kemur hingað á vegum Nesskipa. Skipið hefur ekki komið hingað áður. 

Stærsta skip sem komið hefur í Grindavíkurhöfn var 4700 tonn, 115 metra langt og 19 metrar á breidd. HEIMILID: grindavik.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 4356
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1123482
Samtals gestir: 52258
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:42:18
www.mbl.is